Skref 1: Guð

Guð er fullkomlega góður og fullur af ást.

Þetta er boðskapurinn, sem Guð sendi okkur með til ykkar: Guð er ljós og myrkur er alls ekki í honum. 1. Jóhannesarbréf 1:5*

Hvað er 1. Jóhannesarbréf og hvaða merkir 1:5?

Þetta er tilvitnun í Biblíuna. Orðið Biblía kemur frá gríska orðinu biblia sem merkir „bækur“. Biblían er safn af bókum og bréfum skrifuðum af ólíku fólki frá því um 2000 árum fyrir fæðingu Jesús Krists og þangað til nánir vinir hans skrifuðu seinustu bréfin sín.

1. Jóhannesarbréf er bréf sem Jóhannes skrifaði, en hann var einn af nánustu vinum og fylgjendum Jesú. Þetta er tilvitnun í fyrsta kafla og fimmta vers. Kafli gæti verið um hálf A4 blaðsíða og vers getur verið 1-3 setningar. Til að gera það auðveldara að finna staði í Biblíunni var köflum bætt við á þrettándu öld. Versum var svo bætt við á sextándu öld. Kaflar og vers gera það fljólegt að fletta upp í Biblíunni án þessu að nokkuð hafi breyst í upphaflega textanum.

Það er enginn skuggi á Guði, hann er fullkomlega og 100% góður. Guð er einhver sem þú vilt þekkja og eiga náið samband við eins og vinur sem svíkur aldrei, er alltaf til staðar og vill þér alltaf það besta. Guð er umhyggjusamur og samúðarfullur. Guð er kærleikur og hann elskar sköpun sína. Hann elskar þig á sérstakan hátt því hann skapaði þig í sinni eigin mynd til að eiga djúpt og innihaldsríkt samband við hann.

Við vitum að Guð elskar okkur – við höfum fundið kærleika hans! Við vitum það einnig vegna þess að við trúum orðum hans, að hann elski okkur. Guð er kærleikur og sá sem sýnir kærleika í verki lifir í Guði og Guð í honum. 1. Jóhannesarbréf 4:16

Dýraríkið – þú gerir samkvæmt því sem þú ert

Sjáðu fyrir þér ljón og sauðkind. Hvað borða þau? Hvernig hegða þau sér? Þau gera það sem þau gera vegna þess sem þau eru, ekki satt? Á sama hátt gerir Guð það sem Guð gerir vegna þess sem Guð er. Taktu eftir að versið hér ofar segir: „GUÐ ER KÆRLEIKUR“. Guð er kærleiksríkur vegna þess að hann er kærleikur. Þetta eru góðar fréttir þess að það þýðir að Guð er góður.

Þetta vers sýnir einnig að við treystum á kærleika Guðs eins og við treystum því að stóll sem við setjumst á haldi okkur uppi. Því meira sem þú hefur af kærleika Guðs, því meira munt þú vaxa og blómstra. Þú ert skapaður/sköpuð fyrir kærleika Guðs og þú sýnir hver Guð er m.a. með því að elska aðra. Því minna af kærleika sem þú hefur, því minna blómstrar þú. Því meiri kærleika sem þú hefur og því kærleiksríkari sem þú ert, því meira blómstrar þú.

Vegna þess að Guð er kærleikur getur hann ekki annað en elskað þig. Guð elskar þig!


Á Íslandi kjósum við alþingismenn í kosningum. Þetta er kallað fulltrúalýðræði. Alþingi ákveður svo hvaða lög eru í landinu. Allir, líka alþingismenn, þurfa svo að fara eftir lögunum. Að brjóta lögin getur haft mjög slæmar afleiðingar eins og sektir eða fangelsi. Flestir eru sammála um að það þurfi einhver lög til að þjóð eins og Ísland virki. Annars er hætta á að þeir sem eru sterkir en slæmir svindli og misnoti aðra.

Í konungsríki Guðs eru líka lög, en þar er ekki lýðræði eða kosningar. Guð er konungur og lögin koma frá honum. Guð er ekki bara einhver konungur, heldur heilagur* og réttlátur í því hver hann er í eðli sínu. Þess vegna er hann réttlátur og sanngjarn konungur (sjá þú gerir samkvæmt því sem þú ert hér fyrir ofan). Biblían kallar Guð einnig konung konunga, sem þýðir að hann er hinn fullkomni stjórnandi yfir öllu.

Hvað þýðir heilagur?

Heilagur merkir að Guð er aðskilinn frá þessum ófullkomna heimi sem við lifum í. Guð er án skugga og óhreininda. Hann er fullkomlega góður í því hver hann er í eðli sínu. Þess vegna getum við treyst því að hann er 100% réttlátur og sanngjarn konungur.

Guð er fullkomnun! Hann er máttugur, tignarlegur, og alvitur. Sem skapari allra hluta situr hann á hásæti sínu og ræður yfir sköpun sinni. Hann ríkir með sannleika og réttlæti.

Þetta eru góðar fréttir ef við skiljum að hann er kærleiksríkur og góðviljaður og mun að lokum leiðrétta allt sem er rangt í heiminum.

Sumir fylgjendur Jesú báðu hann einu sinni um að kenna þeim að biðja. Fyrsti hluti þess sem hann kenndi veitir innsýn í þennan sannleika og er svona:

Biðjið þannig: „Kæri Faðir, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn. Komi ríki þitt. Verði þinn vilji á jörðu eins og á himnum. Matteusarguðspjall 6:9-10

Guðs konungsríki er heilagt, sem þýðir án óhreininda. Guðs konungsríki er þar sem vilji Guðs er framkvæmdur.

Við þurfum á konungsríki Guðs að halda hér á jörðu. Guð sér fyrir sér hvernig hlutirnir eiga að virka á jörðu. En þar sem Jesús kenndi fylgjendum sínum að biðja um að vilji Guðs verði gerður á jörðu, sést að ekki er allur vilji hans og vegir framkvæmdir ennþá. Það er margt gert sem hryggir Guð.

Kennari í kennslustofunni

Hugsaðu til baka þegar þú varst í skólanum og kennarinn fór úr kennslustofunni. Hvað gerðist? Líklega varð fljótt algjör ringulreið í stofunni. Ef enginn er við stjórnvölinn, þá tekur sá sterkasti völdin og ákveður reglurnar. Eineltisfólkið stígur fram til að leika sér.

Í heimi elektróna og eigingjarna gena, blindra náttúruafla og gena afritunar, þá meiðist sumt fólk meðan aðrir verða heppnir og þú munt ekki finna neina ástæðu, reglu eða réttlæti í því.
Heimurinn sem við sjáum hefur nákvæmlega þá eiginleika sem við myndum búast við ef hann í grunvallaratriðum hefur hvorki hönnun né tilgang, ekkert illt, ekkert gott – ekkert nema miskunnarlaust skeytingarleysi. – Richard Dawkins*, River Out of Eden: A Darwinian View of Life

Hver er Richard Dawkins og hvað er hann að segja með þessu?

Richard Dawkins var leiðandi guðleysingi um árin 2000 – 2010. Hann skrifaði nokkrar bækur sem seldust mjög vel. Richard segir hér að það sé enginn Guð til og þess vegna sé engin hönnun né tilgangur, ekkert illt og ekkert gott. Hann vill meina að heimurinn sé eins og köld vél sem rúllar áfram án þess að ein niðurstaða sé betri en önnur.

Ef við lifum í alheimi eins og Dawkins lýsir, þá er engin endanleg merking, tilgangur, hlutlægur* sannleikur eða réttlæti.

Hvað er hlutlægur sannleikur?

Allir eru sammála um að 2 + 2 = 4. Allir fá sömu niðurstöðu, óháð hvar þeir eru staddir eða hvaða skoðanir þeir hafa. Þetta er dæmi um hlutlægan sannleika. En hvaða ís finnst þér bestur? Sumum finnst súkkulaði ís bestur en öðrum finnst t.d. vanilluís bestur. Val á ís er dæmi um huglægan sannleika. Huglægt mótast af löngunum, skynjun og viðhorfum fólks. Hlutlægur sannleikur gerir það stundum líka, þó hann ætti ekki að gera það. Fólk getur líka verið ósammála um hvað er hlutlægur sannleikur og hvað ekki.

Hvað ef það er kennari og hann er grimmur og eigingjarn harðstjóri? Þá verður lífið óbærilegt og kúgandi. Hefur þú hins vegar einhvern tímann átt kennara sem er umhyggjusamur, hæfur og góður, kannski jafnvel strangur en sanngjarn? Þeir eru til og þeir sem eru undir umsjá þeirra hafa yfirleitt tækifæri til að dafna og blómstra.

Guð Biblíunnar er kærleiksríkur, réttlátur, sanngjarn og góður. Undir stjórn hans blómstrum við.

Það er sanngjarnt að spyrja: ef Guð ræður, hvers vegna er þá svona margt að í heiminum? Skref 2 hjálpar okkur að skilja svarið við þessari spurningu.

Meira um Skref 1 í Biblíunni
  • Guð er kærleikur
    • 1. Mósebók 1:26-27
    • Rómverjabréfið 5:8
    • Jóhannesarguðspjall 3:16
    • Sálmur 100:5
    • 1Jóhannesarbréf 3:16
    • Matteusarguðspjall 22:36-37
  • Guð er konungur
    • 1. Mósebók 1
    • Jesaja 37:16
    • Sálmur 8
    • Efesusbréfið 3:9
    • Opinberunarbókin 4:11
    • Kólossubréfið 1:16
    • Jóhannesarguðspjall 18:36-37