Skref 3: Endurreisn

Áætlun Guðs er að endurreisa fullkomið, stórkostlegt og heilagt konungsríki hans aftur á jörðinni. Jesús sigraði syndina sem spillir lífi okkar á krossinum. Í krafti þess er hann að endurreisa einstaklinga, samfélagið og alla sköpunina.

Hvernig? Það byrjar á því að snúa sér til Jesú og svo fyrir kraft hans, snúa baki við synd sinni. Þetta er það sem Biblían kallar iðrun.

Við snúum okkur til Guðs (útskýrt í skrefi 1) og snúum baki við syndinni (útskýrt í skrefi 2) með því að treysta á Jesú og allt sem hann kom til leiðar á krossinum.

Breytið nú um hugarfar og gerið iðrun. Snúið ykkur til Guðs svo að hann geti hreinsað burt syndir ykkar. Hann getur gefið ykkur endurnýjunartíma… Postulasagan 3:19

Ómetanlegt vírusvarnarforrit

Förum aftur í dæmisöguna um tölvuvírusinn. Ímyndaðu þér að tölvan þín sé sýkt en vírusvarnarforritið er mjög, mjög dýrt. Það er engin leið að þú getir keypt það án hjálpar.

Biblían segir að laun (afleiðing) syndarinnar sé dauði (Rómverjabréfið 6:23), sem leiðir til algjörs aðskilnaðar frá Guði (andlegur dauði). Vegna óhlýðni okkar eigum við skilið refsingu sem við getum ekki sloppið við án hjálpar Guðs. Sem betur fer heldur þetta vers áfram og segir að gjöf Guðs sé eilíft líf í Kristi Jesú. Hann fórnaði lífi sínu, greiddi verð dauðans og býður okkur eilíft líf.

Leiðin að þessu er að hafna syndinni, biðja hann um fyrirgefningu og treysta Jesú til að frelsa þig frá synd þinni.


Guð skapaði þig til að vera fulltrúi hans í þessum heimi. Biblían kallar það að vera skapaður í mynd Guðs, sjá t.d. Kólossubréfið 3:10. Að vera skapaður í Guðs mynd þýðir að menn búa yfir einstökum eiginleikum sem endurspegla eðli Guðs, svo sem siðferði, kærleika og getu til samskipta.

Tilgangur þinn er að ríkja* í umboði Guðs í þessum heimi. Fyrir kross Jesú getur hann endurreist þig, tekið þig inn í fjölskyldu sína og gefið þér ríkisborgararétt í konungsríki sínu. Guð hefur frábæra áætlun og tilgang fyrir þig.

Hvað þýðir að ríkja í umboði Guðs?

Að ríkja í umboði Guðs merkir að nota það sem hann gefur okkar, t.d. vilja okkar og getu, til að framkvæma vilja hans og efla konungsríki hans. Sem dæmi: Uppörva þann sem er niðurdregin, mála mynd, eða nota hæfileika sína og styrk þannig að það byggir upp. Þetta getur verið mjög margt. Guð elskar að leiða okkur í þau verkefni sem við elskum að framkvæma en er um leið gott fyrir alla aðra.

Tilgangur þinn er að vilji Guðs og leiðir séu framkvæmdar í þessum brotna heimi. Hann þráir að vinna með þér til að koma á sinni góðvild, kærleika, sannleika og réttlæti. Þannig er heilagt konungsríki hans stofnað á jörðu eins og það er á himni.

Loforð hans er að einn daginn muni Jesús snúa aftur og endurreisa alla sköpun sína og stofna stjórn sína á jörðu um eilífð.

„…allir sem taka á móti gjöf Guðs – fyrirgefningu og sýknun – fá mátt (kraft) til að lifa vegna hins eina manns, Jesú Krists.“ Rómverjabréfið 5:17b

Sendiherra

Hefur þú einhvern tíma komið í sendiráð? Sendiráð er með sendiherra til að vera fulltrúi þeirrar þjóðar sem skipaði þá. Þeir eiga samskipti fyrir hönd þjóðarinnar og, ef nauðsyn krefur, staðfestir vilja þeirra stjórnvalda sem þeir eru fulltrúar fyrir.

Guð er að leiðrétta allt sem er rangt í heiminum, heiminum sem hann skapaði en óvinur hefur ráðist inn í. Þangað til Jesús kemur aftur leitar hann að fólki sem getur komið fram fyrir hann í þessum heimi, svipað og sendiherra. Guð leitar að fólki til að efla hans verk og til að koma á réttmætri stjórn sinni. Þar sem vilji Guðs er framkvæmdur færir það líf, endurreisn og heilbrigði.

Ef þú setur traust þitt á Jesú frelsar hann þig frá synd þinni og gefur þér frábæran tilgang.

En fyrst verður þú að beygja þig fyrir honum og taka á móti honum sem konungi þínum og frelsara.

Meira um Skref 3 í Biblíunni
  • Snúa til Jesú og frá synd
    • 2. Pétursbréf 3:9
    • Matteusarguðspjall 4:17
    • Lúkasarguðspjall 15:17-18
    • Markúsarguðspjall 1:15
    • Postulasagan 2:38-39
  • Endurreisn til að ríkja
    • 1. Mósebók 1:26-28
    • 2. Tímóteusarbréf 4:8
    • Jakobsbréfið 1:12
    • 1. Pétursbréf 5:4-9
    • 1. Korintubréf 9:25
    • Filippíbréfið 3:20-21
    • Sálmur 8:5-6
    • Jakobsbréfið 4:7
    • Opinberunarbókin 5:10