Skref 2: Synd

Hugsaðu um forrit sem er fullkomlega hannað og virkar frábærlega. Þá býr einhver til vírus sem spillir því sem upphaflega var gert fullkomið. Svona er synd. Sköpun Guðs, allt sem Guð skapaði, var upphaflega góð þar til syndavírusinn spillti því sem áður virkaði fullkomlega.

Guð er stórkostlegur, heilagur og góður, og hann er mælikvarði alls sem er gott. Mælikvarði er eins og reglustika eða málmband. Við notum málband til að mæla t.d. hvað lófinn okkar er breiður, t.d. 7 sentimetrar. Guð er málmband eða mælikvarði til að mæla hvort eitthvað er gott eða slæmt.

Synd er öll frávik frá góðum og heilögum Guði. Guð varð maður í Jesú Kristi og er staðallinn sem við mælum okkur eftir. Ekkert okkar er jafn gott og Jesú. Okkur skortir öll dýrð og góðvild miðað við Guð og erum syndarar aðskildir frá Guði og heilagleika hans. Óuppgerð synd í þér mun tortíma þér í návist heilags Guð. Þetta er vandamál því þú hefur verið skapaður/sköpuð til kærleiksríks sambands við Guð. Guð vill hafa þig nálægt sér en syndin er eins og veggur á milli þín og Guðs.

Guð á sér einnig óvin, sem stjórnar annarskonar ríki. Djöfullinn er freistari sem reynir að tæla þig til að vanvirða* og óhlýðnast Guði.

Hvað er að vanvirða?

Íslendingar eru flestir stoltir af Íslandi. Hluti af því er að virða Íslenska fánann. Það er vanvirðing að flagga eftir kl.20 nema við sérstök tilefni. Einnig væri það vanvirðing við fánann að traðka á honum eða kveikja í honum.

Þegar þú lætur undan freistingu til að syndga, syndgar þú gegn Guði af því að Guð vill hafa allt gott. Þú verður líka þræll djöfulsins. Að vera þræll er að vera undir stjórn einhvers annars. Synd gefur djöflinum meira pláss til að stjórna. Við erum öll syndarar og eigum skilið réttlæti og dóm Guðs af því að við skemmum það góða sem Guð hefur gert með því að vera ekki jafn góð og hann. Það er ekki bara að við gerum slæma hluti, ástand okkar, hver við erum inni í okkur, er í uppreisn gegn Guði. Þetta er vandamál sem Guð vill laga.

Allir hafa syndgað – óhlýðnast Guði og skortir dýrð hans. Rómverjabréfið 3:23

Sem sagt, synd er eins og vírus sem smitar okkur og spillir okkur. Við skemmum það góða sem Guð hefur gert og erum í uppreisn gegn honum.

En þá er spurningin, er til vírusvarnarforrit sem getur bjargað okkur, því við höfum öll smitast af syndinni?


Lausnin á slæmu ástandi okkar er það sem Jesús gerði á krossinum. Hann lifði því fullkomna lífi sem við áttum að lifa. Á krossinum tók hann á sig refsinguna í staðinn fyrir okkur. Hann greiddi syndaskuldina með eigin lífi og sigraði óvin Guðs, djöfulinn. Jesús býður þér fyrirgefningu fyrir syndir þínar, allt sem þú hefur nokkurn tíma gert rangt.

Hann gefur þér lausn frá synd og dauða ef þú treystir honum og öllu því sem hann gerði fyrir þig á krossinum.

Þið voruð dáin í syndinni en Guð gaf ykkur hlutdeild í lífi Krists, fyrirgaf ykkur syndirnar, ógilti allar kröfur á hendur ykkar og strikaði yfir öll ykkar brot gegn boðorðunum. Hann tók þessa sakaskrá og eyðilagði hana með því að negla hana á kross Krists. Á þennan hátt ógilti Guð þær ákærur sem Satan bar fram gegn okkur vegna synda okkar og kunngjörði öllum heiminum sigur Krists á krossinum þar sem allar okkar syndir voru afmáðar. Kólossubréfið 2:14-15

Er lausn frá öllu sem er erfitt með því að treysta Jesú?

Nei, lífið mun reyna á. En það breytir öllu að hafa Jesú með sér í liði. T.d. er Jesús ennþá að lækna og leysa fólk frá sjúkdómum, sorg, og mörgu öðru. Það læknast ekki allir, því miður, en milljónir fólks um allan heim hafa sagt frá því hvernig Jesús gefur von og styrk í erfiðum aðstæðum. Jesús sjálfur sagði:

Þetta hef ég sagt ykkur til þess að þið haldið hugarró. Ykkar bíða þrengingar og sorgir í þessum heimi en verið hughraust(ir), ég hef sigrað heiminn! Jóhannesarguðspjall 16:33

Hér er vel unnin bók um staðfestar lækningar, ef þú vilt lesa meira um það.

Bankareikningur

Þegar þú syndgar safnar þú skuld, eins og þú gerir ef þú tekur bankalán. Skuldina verður að greiða. Rómverjabréfið 6:23 segir að afleiðing syndarinnar sé dauði. Þetta er ekki bara líkamlegur heldur andlegur dauði, sem eru eilífur og endanlegur aðskilnaður frá Guði.

Jesús lifði syndlausu lífi, en dó samt. Á þennan hátt hefur hann greitt okkar skuld. Dauði Jesú er staðgengill fyrir dauðann sem við verðskuldum.

Önnur leið til að hugsa um það sem Jesús gerði er að hann er vírusvarnarforritið gegn syndinni.

Rómverskur hershöfðingi sýnir sigraðan óvin

Þegar rómverskur hershöfðingi sigraði óvin, þá batt hann konunginn og her hans í fjötra og lét þá ganga um götur Rómar til að sýna opinberlega að óvinurinn væri sigraður. Í þessu versi í Kólossubréfinu hér ofar notar höfundurinn, Páll, þessa rómversku venju til að lýsa því hvernig óvinur Guðs var sigraður af Jesú þegar hann dó á krossinum og reis upp á þriðja degi.

Það er eins og að gera meira en bara að útvega vírusvarnarforrit, heldur líka að lögsækja þann sem upphaflega bjó til vírusinn.

Ef Jesús hefur greitt fyrir syndir okkar og sigrað óvin sinn, hvernig getum við þá nýtt okkur lausn hans til að greiða skuldir okkar? Skref 3 lýsir svarinu við þessari spurningu.

Meira um Skref 2 í Biblíunni
  • Orsök of afleiðing syndar
    • 1. Mósebók 3
    • Jesaja 59:2
    • Jakobsbréfið 1:15
    • Rómverjabréfið 6:23
    • 1. Jóhannesarbréf 5:19
    • 1Pétursbréf 2:9
    • Matteusarguðspjall 12:25-28
  • Jesús sigraði syndina
    • Kólossubréfið 2:13-15
    • Jóhannesarguðspjall 3:16
    • Rómverjabréfið 5:8 og 6:23
    • Jóhannesarguðspjall 17:3
    • 2. Korintubréf 5:21
    • 1. Jóhannesarbréf 2:2