Næstu skref

Ef þú ert búinn að biðja og taka skrefið til að lifa fyrir Guð, þá ertu kominn á nýjan stað. Þú er hluti af fjölskyldu Guðs, ríkisborgari í ríki hans og sendiherra konungs.

Mikilvægasta næsta skref er að verja tíma með öðrum sem eru að lifa fyrir Guð. Það er best að læra og blómstra í því að lifa fyrir Guð með öðrum sem eru að gera það sama. Þannig var það hjá Jesú:

Dag einn er Jesús gekk fram með Galíleuvatninu sá hann bræðurna
Símon og Andrés, þeir voru fiskimenn og voru einmitt þessa stundina að leggja netin. Jesús kallaði til þeirra og sagði: „Komið og fylgið mér. Ég skal kenna ykkur að veiða menn!“ Þá yfirgáfu þeir netin og fóru með honum. Í öðrum bát, skammt frá, voru synir Sebedeusar, Jakob og Jóhannes, að bæta net sín. Hann kallaði einnig á þá og þeir skildu Sebedeus og verkamennina eftir í bátnum og fóru á eftir honum. Markúsarguðspjall 1:16-
20

Hvað merkir að „veiða menn“?

Það merkir að segja öðrum frá Jesú til að þeir byrji líka að lifa fyrir Guð. Jesús segir þetta svona því hann er að tala við fiskimenn, sem þekkja vel hvað er að veiða. Ef þetta hefðu verið trésmiðir hefði hann getað sagt: „Ég skal kenna ykkur að smíða fólk!“

Hér byrja nokkrir fiskimenn að fylgja Jesú og lifa fyrir Guð. Um leið og þeir byrja að fylgja Jesú þá byrja þeir líka að ganga með öðrum sem eru að gera það sama. Saman mynda þeir lítinn hóp fólks sem fylgir Jesú. Þetta er eitt það fyrsta sem nýjir fylgjendur Jesú gera: Kynnast og ganga með öðrum fylgjendum Jesú.

Ef það er einhver sem hefur verið að hvetja þig til að lifa fyrir Guð þá getur verið tilvalið að halda áfram að hitta hann/hana. Sá sem hefur aðeins meiri reynslu en þú getur kennt þér að biðja, lesa Biblíuna, og fleira til að búa til meira pláss fyrir Guð í lífi þínu. Þú munt uppgötva hvernig Guð stígur inn í líf þitt og gerir það sem þú getur ekki gert einn/ein. Það er frábært!

Sendu okkur línu

Tilgangur 316.is er að hjálpa fólki að finna og fylgja Jesú. Það gleður okkur að heyra frá þér.

Þá getum við sent þér gjöf frá okkur á 316.is til að hjálpa þér með fyrstu skrefin í að lifa fyrir Guð. Velkomin í hópinn!