Góðar fréttir

Hæ! Hefur þú einhverntíman…

  • …efast um sjálfan þig?
  • …gert það sem þú hélst að yrði gott en klúðraðist?
  • …óskað þess að lífið hefði eitthvað meira?
  • …velt fyrir þér hvort Guð sé til?

… lestu þá áfram.


Skref 1: Guð

Ekki trúarbrögð heldur alvöru samband

Gleymdu öllu sem þú hefur heyrt um trúarbrögð. Þetta snýst ekki um reglur og kirkjuhefðir. Þetta er Guð – skapari þinn – sem þekkir þig, elskar þig og vill vera með þér.

Frá upphafi þá hannaði Guð lífið til að vera gott. Óbrotið, heilt og fullt af tilgangi. En eitthvað fór úrskeiðis.


Skref 2: Synd

Brotið líf sem við getum ekki lagað ein

Líttu í kringum þig: Brotin sambönd, óréttlæti, sársauki og tómleiki. Það er eitthvað að. Innst inni vitum við að heimurinn er ekki eins og hann ætti að vera.

Það er vegna þess að Guð á óvin sem leitast við að eyðileggja það góða sem Guð hefur gert. Þetta gerir óvinur Guðs í gegnum synd. Við erum öll aðskilin* frá Guði vegna syndar – við höfum hafnað Guði og hans leiðum.

Hvað merkir að vera aðskilin?

Að vera aðskilin frá einhverjum er eins og að tala við hann í gegnum lokaðar dyr. Þú getur ekki horft í augun á viðkomandi og heyrir illa hvað er sagt.


Skref 3: Endurreisn

Jesús breytir öllu

Einu sinni bjó ég til fallega styttu af risaeðlu og málaði hana græna. Kötturinn minn hrinti henni svo niður og hausinn brotnaði af. En mér tókst að líma styttuna aftur saman og lagfæra þannig að það sást ekki að hún hefði nokkurntíman brotnað. Svona er endurreisn. Hún lagfærir það sem fór úrskeiðis.

Hér er vonin: Guð skildi okkur ekki eftir í brotnu ástandi okkar. Jesús Kristur, sonur Guðs, steig inn í söguna til að gera það sem við gátum ekki gert – endurreisa tengsl okkar við Guð.

Með lífi sínu, dauða og upprisu opnaði hann leið til að endurreisa allt sem syndin hefur brotið. Hann ruddi leið fyrir okkur til að öðlast fyrirgefningu, frelsi og að vera fullkomlega lifandi. Kristni snýst ekki um það sem við gerum fyrir Guð, heldur það sem hann hefur gert fyrir okkur í gegnum Jesú.


Hvað ef þetta er satt?

Hvað ef Jesús er í raun sá sem hann segist vera? Þá er boðskapur hans ekki bara enn ein trúarleg hugmynd í viðbót heldur sannleikurinn sem breytir öllu.

Svörin koma með því að taka næsta skref og kanna málið. Byrjaðu ferðalagið hér.